Velkomin á vefsjá Borgarlínunnar - mat á umhverfisáhrifum.
Kortið hér að neðan sýnir legu á 1. lotu Borgarlínunnar ásamt staðsetningu stoppistöðva. Í skýringum er hægt að virkja upplýsingar til birtingar á kortinu.
Nú stendur yfir kynningartími á drögum að matsáætlun sem er fyrsti fasinn í mati á umverfisáhrifum. Þau sem láta sig málið varða eru hvött til að senda inn ábendingu um fyrirhugaða nálgun á mati á umhverfisáhrifum Borgarlínunnar. Frestur til athugasemda er til 9. júní 2020. Ítarlegri upplýsingar um framkvæmd, forsendur hennar og markmið, helstu verkþætti, nálgun matsvinnu og rannsóknaráætlun er að finna í drögum að matsáætlun. Hana er hægt að nálgast með því að smella á "Drög að matsáætlun" efst í hægra horni þessarar síðu.
Mat á umhverfisáhrifum er ferli þar sem metin eru á kerfisbundinn hátt áhrif sem framkvæmd getur hugsanlega haft á umhverfið. Í matsáætlun er gerð grein fyrir hvaða þættir í umhverfinu verða til skoðunar, hvaða gögnum matið verður byggt á, hvaða rannsóknir eru fyrirhugaðar og hvernig samráði verður háttað.
Allir geta sent inn ábendingar um drög að matsáætlun. Frestur til athugasemda er til 9. júní 2020.
Hér fyrir neðan eru dæmi um ábendingar sem gætu hjálpað til að bæta matið á áhrifum framkvæmdar: